Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:50 Tillerson var forstjóri ExxonMobile áður en hann féllst á að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, tekur við embættinu. Utanríkisráðuneytið segir brottreksturinn hafa komið Tillerson á óvart og að hann hafi komist að því þegar forsetinn tísti um að Tillerson væri rekinn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hefur eftir henni. Trump tísti um ákvörðunina og sagði að Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, taki við af Pompeo. Hún yrði fyrsta konan til að stýra CIA verði skipun hennar staðfest í þinginu. Í yfirlýsingu hvetur Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga. Þakkar forsetinn Tillerson fyrir störf sín og segir að hann hafi áorkað miklu á fjórtán mánuðum í embætti.Stormasamt sambandWashington Post segir að Trump hafi beðið Tillerson um að víkja á föstudag. Þá var Tillerson á ferðalagi í Afríku en sneri skyndilega heim til Washington-borgar í gær. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá því að veikindi gætu verið orsök þess. Blaðið hefur eftir embættismönnum að Trump hafi talið mikilvægt að skipta um utanríkisráðherra í aðdraganda boðaðs fundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og samningaviðræðna um fríverslunarsamninga. Samband Trump og Tillerson hefur verið nokkuð stormasamt. Mikla athygli vakti þegar fjölmiðlar greindu frá því að Tillerson hefði kallað Trump „fávita“ eftir tilraun hans og fleiri ráðherra til þess að upplýsa forsetann um utanríkis- og varnarmál í fyrra. Tillerson neitaði því aldrei beint að hafa látið ummælin falla. Í kjölfarið stakk Trump upp á því að hann og Tillerson myndi taka greindarvísitölupróf. Hann væri sigurviss í þeirri keppni. Pompeo var fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins þegar Trump tilnefndi hann sem forstjóra leyniþjónustunnar í fyrra. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Kansas-ríki árið 2011 og var hluti af bylgju frambjóðenda róttæku Teboðshreyfingarinnar sem ýtti Repúblikanaflokknum lengra til hægri á þeim árum.Hefur ekki rætt við Trump Tillerson hefur ekki rætt við Trump og veit ekki hver ástæðan fyrir brottrekstri hans er, samkvæmt talsmanni hans. Brottrekstur hans kom honum á óvart. Tillerson segist þakklátur fyrir að hafa fengið að þjóna en hann ætlaði sér að sinna starfi sínu til enda. Trump segist hafa „tekið ákvörðunina sjálfur“ og að Tillerson verði mun ánægðari núna. Blaðamaður AP sem var í áðurnefndri flugvél með ráðherranum fyrrverandi segir að ekkert útlit hafi verið fyrir að víkja ætti Tillerson úr starfi fyrir rúmum fjórum tímum síðan.President Trump speaks after sacking Secretary of State Rex Tillerson, replacing him with Mike Pompeo pic.twitter.com/ko0Nftnis6— Sky News (@SkyNews) March 13, 2018 Remarkable statement from State Department spokesman on Tillerson firing: pic.twitter.com/iBpLaK1tXw— Jake Tapper (@jaketapper) March 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08 Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, tekur við embættinu. Utanríkisráðuneytið segir brottreksturinn hafa komið Tillerson á óvart og að hann hafi komist að því þegar forsetinn tísti um að Tillerson væri rekinn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hefur eftir henni. Trump tísti um ákvörðunina og sagði að Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, taki við af Pompeo. Hún yrði fyrsta konan til að stýra CIA verði skipun hennar staðfest í þinginu. Í yfirlýsingu hvetur Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga. Þakkar forsetinn Tillerson fyrir störf sín og segir að hann hafi áorkað miklu á fjórtán mánuðum í embætti.Stormasamt sambandWashington Post segir að Trump hafi beðið Tillerson um að víkja á föstudag. Þá var Tillerson á ferðalagi í Afríku en sneri skyndilega heim til Washington-borgar í gær. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá því að veikindi gætu verið orsök þess. Blaðið hefur eftir embættismönnum að Trump hafi talið mikilvægt að skipta um utanríkisráðherra í aðdraganda boðaðs fundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og samningaviðræðna um fríverslunarsamninga. Samband Trump og Tillerson hefur verið nokkuð stormasamt. Mikla athygli vakti þegar fjölmiðlar greindu frá því að Tillerson hefði kallað Trump „fávita“ eftir tilraun hans og fleiri ráðherra til þess að upplýsa forsetann um utanríkis- og varnarmál í fyrra. Tillerson neitaði því aldrei beint að hafa látið ummælin falla. Í kjölfarið stakk Trump upp á því að hann og Tillerson myndi taka greindarvísitölupróf. Hann væri sigurviss í þeirri keppni. Pompeo var fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins þegar Trump tilnefndi hann sem forstjóra leyniþjónustunnar í fyrra. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Kansas-ríki árið 2011 og var hluti af bylgju frambjóðenda róttæku Teboðshreyfingarinnar sem ýtti Repúblikanaflokknum lengra til hægri á þeim árum.Hefur ekki rætt við Trump Tillerson hefur ekki rætt við Trump og veit ekki hver ástæðan fyrir brottrekstri hans er, samkvæmt talsmanni hans. Brottrekstur hans kom honum á óvart. Tillerson segist þakklátur fyrir að hafa fengið að þjóna en hann ætlaði sér að sinna starfi sínu til enda. Trump segist hafa „tekið ákvörðunina sjálfur“ og að Tillerson verði mun ánægðari núna. Blaðamaður AP sem var í áðurnefndri flugvél með ráðherranum fyrrverandi segir að ekkert útlit hafi verið fyrir að víkja ætti Tillerson úr starfi fyrir rúmum fjórum tímum síðan.President Trump speaks after sacking Secretary of State Rex Tillerson, replacing him with Mike Pompeo pic.twitter.com/ko0Nftnis6— Sky News (@SkyNews) March 13, 2018 Remarkable statement from State Department spokesman on Tillerson firing: pic.twitter.com/iBpLaK1tXw— Jake Tapper (@jaketapper) March 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08 Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29
Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59
Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10