Sakar embættismenn Trump-stjórnarinnar um lygar um rassíur gegn innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:01 Rassíur gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hafa færst í aukana eftir að Donald Trump tók við embætti forseta. Vísir/AFP Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira