Páskar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. mars 2018 15:00 Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap um fórnfýsi og sigur lífsins yfir dauðanum. Ekki taka allir eftir þessum fallega boðskap og sumir gefa reyndar afar lítið fyrir hann. Á mörgum bæjum telst einfaldlega ekki sérlega fínt að flagga trú. Hún þykir jafnvel hrein tímaskekkja í nútímasamfélagi og því eru öfl sem vilja draga úr vægi hennar og telja sig með því vera að gera mikið gagn. Þessum öflum hefur orðið nokkuð ágengt, en eiga þó langt í land með að takast það ætlunarverk sitt að afkristna þjóðina. Það auðveldar þessum hópi reyndar verkið að nútímamaðurinn er yfirleitt á þönum, stöðugt að flýta sér og gefur sér alla jafna lítinn tíma til íhugunar. Hátíð eins og páskar verða í huga hans að kærkominni röð frídaga, þegar þeir ættu að vera svo miklu meira en það. Þarna er nútímamaðurinn, eins og stundum áður, fastur á villigötum neysluhyggjunnar. Hann er of upptekinn af þægindum þegar hann mætti gjarnan vera meira brennandi í andanum. Í umhverfi eins og þessu á þjóðkirkjan að mörgu leyti erfitt uppdráttar. Hún nýtur ekki sömu virðingar og áður og getur sumpart sjálfri sér um kennt. Of margir kirkjunnar þjónar hafa reynst mun breyskari en góðu hófi gegnir. Þar sýnir sig að mun auðveldara er að vera talsmaður boðskapar en að breyta eftir honum. Kristin trú boðar kærleika, umburðarlyndi og fórnfýsi og það skipir öllu máli að prestar landsins breyti samkvæmt því. Það er siðferðileg skylda þeirra að starfa í þágu kærleikans og það gera þeir blessunarlega flestir. Þótt þjóðkirkjan eigi undir högg að sækja og úrsögnum úr henni fjölgi þá standa kirkjur landsins samt ekki auðar, síst á stórhátíðum eins og páskum. Páskaboðskapurinn kemst rækilega til skila í predikunum, upplestri og tónlist, þar er nánast eins og kirkjugestir séu umfaðmaðir. Einhverjir myndu kannski ætla sem svo að einungis þarna ætti páskaboðskapurinn heima. Hann fái ekki ýkja mikla athygli annars staðar. En svo er alls ekki. Jafn ágætt starf og prestar vinna þegar þeir boða kærleiksboðskapinn þá eru aðrir sem hafa afrekað enn meir. Það eru listamennirnir sem skapað hafa ódauðleg verk með tilvísunum í sögur Biblíunnar. Þeir sem vilja geta auðveldlega leitt hjá sér orð og predikanir prestanna. Ekkert fær hins vegar unnið á þeim stórbrotnu listaverkum sem vísa til kristni og kristins boðskapar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í útvarpi svo lengi sem elstu menn muna. Jafn ólík verk og Mattheusarpassía Bachs og Jesus Christ Superstar eru flutt á þessum tíma, ásamt fleiri gimsteinum tónlistarsögunnar. Heimurinn á ódauðleg verk eftir meistara myndlistarsögunnar af Kristi á krossinum og upprisu hans. Enn verður sú saga skáldum að yrkisefni og kvikmyndagerðarmenn gera henni skil á hvíta tjaldinu. Ef við höfum í huga öll þau listaverk sem mannsandinn hefur skapað vegna áhrifa frá sögunni um Krist, krossfestingu hans og upprisu þá hlýtur okkur um leið að verða ljóst að páskaboðskapurinn mun aldrei gleymast. Hann á ætíð erindi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun