Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2018 20:45 Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér: Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér:
Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45
Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45
Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45