Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 12:03 Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands. Vísir/AFP Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það. Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það.
Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34
Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39