Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 22:45 Bolton vildi finna bestu leiðirnar til að koma skilaboðum sínum um herskáa utanríkisstefnu að hjá kjósendum. Því leitaði hann til Cambridge Analytica. Vísir/AFP Pólitísk aðgerðanefnd sem nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump stofnaði var einn fyrsti viðskiptavinur breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica árið 2014. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtæksins segir að illa fengin Facebook-gögn hafi verið notuð við vinnuna fyrir nefndina og að fulltrúar hennar hafi vitað af því. Cambridge Analytica hefur verið sakað um að hafa notað persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir Facebook-notenda sem það fékk í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Gögnin notaði fyrirtækið til þess að hafa áhrif á hegðun fólks með sérsniðnum áróðri sem var byggður á sálfræðilegri greiningu á gögnunum. Fyrirtækið vann fyrir framboð Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á leynilegum upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sáust stjórnendur Cambridge Analytica tala um að fyrirtækið hefði unnið með leynd í kosningum víða um heim. Lýstu þeir meðal annars hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Dómari í Bretlandi veitti persónuvernd landsins heimild til að gera húsleit á skrifstofu Cambridge Analytica í dag.Vildu gera kjósendur herskárriNew York Times segir nú að pólitísk aðgerðanefnd sem John Bolton, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn, stofnaði hafi keypt þjónustu Cambridge Analytica í ágúst árið 2014. Það var á þeim tíma sem fyrirtækið er sagt hafa notast við Facebook-gögn sem það hafði fengið frá þróanda persónuleikaprófs á samfélagsmiðlinum. Óheimilt er samkvæmt reglum Facebook fyrir þróendur slíkra snjallforrita að selja persónuupplýsingum um notendur áfram til þriðja aðila. Nefnd Bolton réði Cambridge Analytica sérstaklega til þess að búa til sálfræðilega greiningu á kjósendum. Í samningi þeirra var talað um „hegðunarlega örmarkhópagreiningu með atferlisfræðilegum skilaboðum“. „Gögnin og líkönin sem aðgerðanefnd Bolton fékk komu úr Facebook-gögnunum. Við sögðum þeim örugglega frá því hvernig við gerðum það. Við töluðum um það á símafundum, á fundum,“ segir Christopher Wylie, gagnasérfræðingur sem vann fyrir Cambridge Analytica sem hefur verið heimildarmaður umfjallana New York Times og The Observer um meint misferli fyrirtækisins. Wylie segir að aðgerðanefnd Bolton hafi viljað rannsóknir og auglýsingar um þjóðaröryggismál. Afrakstur greiningar Cambridge Analytica var notaður í auglýsingar fyrir frambjóðendur sem aðgerðanefnd Bolton studdi. Fyrirtækið skrifaði jafnvel röksemdir sem Bolton notaði síðan í málflutningi sínum. „Það þýddi í raun að gera fólk herskárra í heimssýn sinni. Það er það sem þeir sögðust vilja, að minnsta kosti,“ segir hann. Bolton er lýst sem „öfgahauki“ en harðlínumenn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum eru gjarnan kallaðir „haukar“. Hann var yfir vopnaeftirliti í ríkisstjórn George W. Bush þegar Bandaríkin fullyrtu að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum. Þau fundust hins vegar aldrei eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta árið 2003. Þá hefur Bolton verið málsvari þess að Bandaríkin ráðist að fyrra bragði á Íran og Norður-Kóreu. Hann þykir svo ofstækisfullur í skoðunum að þingheimur neitaði að staðfesta skipan hans í embætti þegar Bush tilnefndi hann á sínum tíma. Þingmenn beggja flokka mótmæltu einnig þegar Trump vildi tilnefna hann sem aðstoðarutanríkisráðherra í fyrra. Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipa Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir afsögn H.R. McMaster. Bolton á að taka við 9. apríl. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Pólitísk aðgerðanefnd sem nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump stofnaði var einn fyrsti viðskiptavinur breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica árið 2014. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtæksins segir að illa fengin Facebook-gögn hafi verið notuð við vinnuna fyrir nefndina og að fulltrúar hennar hafi vitað af því. Cambridge Analytica hefur verið sakað um að hafa notað persónuupplýsingar um fimmtíu milljónir Facebook-notenda sem það fékk í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Gögnin notaði fyrirtækið til þess að hafa áhrif á hegðun fólks með sérsniðnum áróðri sem var byggður á sálfræðilegri greiningu á gögnunum. Fyrirtækið vann fyrir framboð Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á leynilegum upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sáust stjórnendur Cambridge Analytica tala um að fyrirtækið hefði unnið með leynd í kosningum víða um heim. Lýstu þeir meðal annars hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Dómari í Bretlandi veitti persónuvernd landsins heimild til að gera húsleit á skrifstofu Cambridge Analytica í dag.Vildu gera kjósendur herskárriNew York Times segir nú að pólitísk aðgerðanefnd sem John Bolton, sem Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn, stofnaði hafi keypt þjónustu Cambridge Analytica í ágúst árið 2014. Það var á þeim tíma sem fyrirtækið er sagt hafa notast við Facebook-gögn sem það hafði fengið frá þróanda persónuleikaprófs á samfélagsmiðlinum. Óheimilt er samkvæmt reglum Facebook fyrir þróendur slíkra snjallforrita að selja persónuupplýsingum um notendur áfram til þriðja aðila. Nefnd Bolton réði Cambridge Analytica sérstaklega til þess að búa til sálfræðilega greiningu á kjósendum. Í samningi þeirra var talað um „hegðunarlega örmarkhópagreiningu með atferlisfræðilegum skilaboðum“. „Gögnin og líkönin sem aðgerðanefnd Bolton fékk komu úr Facebook-gögnunum. Við sögðum þeim örugglega frá því hvernig við gerðum það. Við töluðum um það á símafundum, á fundum,“ segir Christopher Wylie, gagnasérfræðingur sem vann fyrir Cambridge Analytica sem hefur verið heimildarmaður umfjallana New York Times og The Observer um meint misferli fyrirtækisins. Wylie segir að aðgerðanefnd Bolton hafi viljað rannsóknir og auglýsingar um þjóðaröryggismál. Afrakstur greiningar Cambridge Analytica var notaður í auglýsingar fyrir frambjóðendur sem aðgerðanefnd Bolton studdi. Fyrirtækið skrifaði jafnvel röksemdir sem Bolton notaði síðan í málflutningi sínum. „Það þýddi í raun að gera fólk herskárra í heimssýn sinni. Það er það sem þeir sögðust vilja, að minnsta kosti,“ segir hann. Bolton er lýst sem „öfgahauki“ en harðlínumenn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum eru gjarnan kallaðir „haukar“. Hann var yfir vopnaeftirliti í ríkisstjórn George W. Bush þegar Bandaríkin fullyrtu að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum. Þau fundust hins vegar aldrei eftir innrás Bandaríkjamanna og Breta árið 2003. Þá hefur Bolton verið málsvari þess að Bandaríkin ráðist að fyrra bragði á Íran og Norður-Kóreu. Hann þykir svo ofstækisfullur í skoðunum að þingheimur neitaði að staðfesta skipan hans í embætti þegar Bush tilnefndi hann á sínum tíma. Þingmenn beggja flokka mótmæltu einnig þegar Trump vildi tilnefna hann sem aðstoðarutanríkisráðherra í fyrra. Trump tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipa Bolton sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir afsögn H.R. McMaster. Bolton á að taka við 9. apríl.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45