Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 17:59 Repúblikaninn Mike Conaway stýrði rannsókn nefndarinnar sem nú hefur verið lokið. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að hætta rannsókn nefndarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í dag. Skýrsla með niðurstöðum hennar verður gerð opinber. Atkvæðagreiðslan um að ljúka rannsókninni fór eftir flokkslínum. Demókratar í nefndinni gagnrýna repúblikana harðlega fyrir að hafa neitað að stefna vitnum til að koma fyrir nefndina og krefjast gagna sem þeir telja skipta máli fyrir rannsóknina. Þegar Mike Conaway, repúblikaninn sem stýrði rannsókn nefndarinnar, sagði frá niðurstöðunum fyrr í þessum mánuði fullyrti hann að engar vísbendingar hefðu fundist um að forsetaframboð Donalds Trump forseta hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar. Í sjónvarpsviðtali um helgina sagði Conaway að í þeirri yfirlýsingu hafi ekki falist nein niðurstaða um hvort samráð hafi átt sér stað eða ekki. „Við sögðum að við hefðum ekki fundið neinar sanannir um það. Það er önnur fullyrðing. Við fundum engar sanannir um samráð,“ sagði Conaway sem sagði nefndina ekki hafa kallað til vitni til þess að flækjast ekki fyrir rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Álit meirihluta nefndarinnar var að mestu leyti í samræmi við niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum, meðal annars með tölvuárásum og í gegnum samfélagsmiðla. Repúblikanar höfnuðu hins vegar áliti leyniþjónustunnar um að markmið Rússa hafi verið að aðstoða Trump. Starf nefndarinnar í tengslum við rannsóknina hefur einkennst af miklum flokkadráttum. Þannig samþykktu repúblikanarnir í henni að birta umdeilt minnisblað með ásökunum um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hefðu haft rangt við þegar sótt var um heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Dómsmálaráðuneytið kallað birtinguna meðal annars „gríðarlega glannalega“. Demókratar í nefndinni fengu síðar að birta eigið minnisblað þar sem þeir sögðust hrekja ásakanirnar í minnisblaði repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00