Kári mætti í Körfuboltakvöld eftir 6 stig á 3 sekúndum: „Eitt af skotum áratugarins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 09:00 Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn. „Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára. „Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson. „Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni. Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin. Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti. „Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári. Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41 Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn. „Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára. „Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson. „Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni. Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin. Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti. „Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári. Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41 Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41
Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17