Ronaldo bjargaði stigi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2018 21:24 Ronaldo hefur skorað og skorað fyrir Real á síðustu misserum vísir/getty Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid stig gegn Athletic Bilbao með jöfnunarmarki á síðustu mínútunum. Eftir að hafa ráðið ferðinni frá fyrstu mínútu fékk Real blauta tusku í andlitið þegar Inaki Williams skoraði fyrir Bilbao á 13. mínútu. Real sótti og sótti að marki Bilbao, Spánarmeistararnir fráfarandi áttu 29 skot að marki og þar af fóru 10 á markrammann. Þeim varð þó ekkert upp úr erfiði sínu fyrr en á 87. mínútu þegar Cristiano Ronaldo stýrði skoti Luka Modric í netið. Ronaldo er nú kominn með 46 mörk fyrir Real á tímabilinu í öllum keppnum. Real Madrid er í þriðja sæti spænsku deildarinnar með 68 stig eftir 33 leiki, 15 stigum á eftir Barcelona. Spænski boltinn
Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid stig gegn Athletic Bilbao með jöfnunarmarki á síðustu mínútunum. Eftir að hafa ráðið ferðinni frá fyrstu mínútu fékk Real blauta tusku í andlitið þegar Inaki Williams skoraði fyrir Bilbao á 13. mínútu. Real sótti og sótti að marki Bilbao, Spánarmeistararnir fráfarandi áttu 29 skot að marki og þar af fóru 10 á markrammann. Þeim varð þó ekkert upp úr erfiði sínu fyrr en á 87. mínútu þegar Cristiano Ronaldo stýrði skoti Luka Modric í netið. Ronaldo er nú kominn með 46 mörk fyrir Real á tímabilinu í öllum keppnum. Real Madrid er í þriðja sæti spænsku deildarinnar með 68 stig eftir 33 leiki, 15 stigum á eftir Barcelona.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti