Gagnlegar ábendingar gegn spillingu eftir hrunið Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 14:10 Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent