Nýtt 72 herbergja hótel kom með skipi til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2018 22:35 Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira