Óttast blikur á lofti á hægri vængnum um EES Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 14:24 Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið.
ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07
Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45