Trump ætlar að náða meintan lekara á sama tíma og hann sakar Comey um leka Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 16:49 Libby var talinn hafa verið að verja yfirmann sinn Cheney þegar hann laug að saksóknurum um leka á nafni leyniþjónustukonu. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45