Endurbætur á Þingvallavegi tefjast eftir kröfu um umhverfismat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2018 13:54 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. vísir/anton brink Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira