Endurbætur á Þingvallavegi tefjast eftir kröfu um umhverfismat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2018 13:54 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. vísir/anton brink Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira