Innlent

Ráku menn BF úr öllum ráðum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir, lagði þetta til á bæjarstjórnarfundi í gær.

Guðlaug og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þau hafa starfað í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Eftir úrsögn þeirra hefur legið í loftinu að fulltrúar Bjartrar framtíðar yrðu teknir úr nefndum og ráðum en Borghildur Sturludóttir, sem setið hefur í skipulags- og byggingarráði fyrir flokkinn, hefur gagnrýnt hvernig meirihlutinn hefur staðið að ákvarðanatöku um byggingu knatthúsa.

Sjá einnig: Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika

Tillögu Guðlaugar var harðlega mótmælt á fundinum af Gunnari Axel Axelssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Urðu umræður um málið svo heitar að gera þurfti hlé á fundi og vísa gestum út.

Í frétt Fjarðarfrétta af fundinum segir að umræður hafi verið svo háværar að ómur af þeim hafi borist út á götu. Svo fór að lokum að samþykkt var að víkja Borghildi og Pétri úr nefndum og ráðum.

Afgreiðslan hefur þegar verið kærð til ráðuneytisins herma heimildir Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir

Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars

Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnar­firði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×