Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2018 15:30 Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38