Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 23:05 Teiknuð mynd af Trace gas Orbiter á braut yfir Mars. Vísir/ESA Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean. Mars Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Vísindamenn vonast til þess að geta leyst einn af stærri leyndardómum Mars á næstu mánuðum. Gervihnöttur sem er nú á braut um rauðu plánetuna er sérhannaður til þess að komast að því hvort lífverur myndi metangas á Mars. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Metan hefur fundist á Mars en ekki liggur fyrir hvernig það myndast. Fyrst fannst gasið á Mars árið 2004 með Mars Express geimfarinu. Tíu árum seinna greindi Curiosity einnig metan á Mars. Metan ætti að eyðast á yfirborði Mars vegna mikillar útfjólubláar geislunar. Því telja vísindamenn að það sé sífellt að myndast á plánetunni. Hér á jörðinni verður metan að mestu til vegna örvera en gasið getur einnig myndast neðanjarðar. Gervihnötturinn Trace Gas Orbiter hefur verið á sporbraut um Mars í rúmt ár. Þegar TGO kom til mars varpaði gervihnötturinn Schiaparelli á yfirborð plánetunnar. Schiaparelli fórst þó við lendinguna. Kveikt var á skynjurum TGO í síðustu viku. Nú er gervihnötturinn í um 400 kílómetra hæð og birti ESA fyrstu myndina sem tekin var úr gervihnettinum í fyrradag.#ICYMI Our #ExoMars@ESA_TGO spacecraft has returned the first images of #Mars from its new orbit - this image shows a 40 km-long segment of Korolev Crater Details: https://t.co/NYznK9Hphepic.twitter.com/guvvdA6qEi — ESA (@esa) April 26, 2018 Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Samkvæmt umfjöllun Guardian búast vísindamenn ESA við því að það muni taka um ár að grandskoða þá helstu staði Mars þar sem finna má metan. Hins vegar vonast þeir til þess að svara spurningunni um uppruna metansins á næstu tveimur mánuðum.Ef í ljós kemur að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. „Vitandi það að vatna er mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, væru það góðar fréttir varðandi vonir okkar á að finna lífverur á Mars,“ segir vísindamaðurinn Mark McCaughrean.
Mars Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira