Þrenna frá Messi og Barcelona Spánarmeistari 29. apríl 2018 20:30 Lionel Messi og Iniesta fagna. vísir/getty Barcelona er spænskur meistari í 25. sinn en þetta var ljóst eftir að liðið vann 4-2 sigur á Deportivo á útivelli í spænsku deildinni í kvöld. Það voru ekki liðnar nema sjö mínútur er Philippe Coutinho kom Barcelona yfir með laglegu marki og skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Lionel Messi forystuna. Gestirnir náðu þó að laga stöðuna fyrir hlé en Lucas Perez minnkaði muninn. Emre Colak jafnaði svo metin á 64. mínútu og Deportivo var einfaldlega betri aðilinn eftir markið. Það má hins vegar ekki gefa Barcelona neitt pláss og Messi kom Börsungum yfir átta mínútum fyrir leikslok eftir stórkostlegt samspil við Luis Suarez. Messi skoraði svo þriðja mark sitt og fjórða mark Barcelona á 85. mínútu og 30. þrenna Messi í spænsku deildinni staðreynd. Liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu; 26 sigrar og átta jafntefli. Lygilegt. Barcelona spænskur meistari og þetta er sjöundi deildarmeistaratitill félagsins á síðustu tíu árum en Deportivo er fallið niður í B-deildina. Spænski boltinn
Barcelona er spænskur meistari í 25. sinn en þetta var ljóst eftir að liðið vann 4-2 sigur á Deportivo á útivelli í spænsku deildinni í kvöld. Það voru ekki liðnar nema sjö mínútur er Philippe Coutinho kom Barcelona yfir með laglegu marki og skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Lionel Messi forystuna. Gestirnir náðu þó að laga stöðuna fyrir hlé en Lucas Perez minnkaði muninn. Emre Colak jafnaði svo metin á 64. mínútu og Deportivo var einfaldlega betri aðilinn eftir markið. Það má hins vegar ekki gefa Barcelona neitt pláss og Messi kom Börsungum yfir átta mínútum fyrir leikslok eftir stórkostlegt samspil við Luis Suarez. Messi skoraði svo þriðja mark sitt og fjórða mark Barcelona á 85. mínútu og 30. þrenna Messi í spænsku deildinni staðreynd. Liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu; 26 sigrar og átta jafntefli. Lygilegt. Barcelona spænskur meistari og þetta er sjöundi deildarmeistaratitill félagsins á síðustu tíu árum en Deportivo er fallið niður í B-deildina.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti