Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2018 08:00 Þristurinn hefur undanfarin ár verið geymdur á Flugsafni Akureyrar yfir vetrartímann. Hann verður geymdur þar áfram. Vísir/Heiða Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira