Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 18:30 Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44