Boðað var til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.
Sjá einnig: Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra
Eftir fundinn sögðu þeir upp störfum, eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana. Þeirra á meðal er fyrrnefnd Ellen, sem skrifaði á Facebook í nótt að hún muni ekki syngja aftur í Hörpu fyrr en „leiðrétting hefur farið fram.“
Meðal annarra sem styðja baráttuna eru Lára Hanna Einarsdóttir, stjórnarmaður Ríkisútvarpsins, Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. Þá hefur Greipur Gíslason, fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hefur aðsetur í Hörpu, sömuleiðis vakið athygli á hlutverki þjónustufulltrúanna.
Í samtali við RÚV segist Svanhildur ekki ætla að tjá sig frekar um málið fyrr en hún er búin að ræða við stjórnarformann Hörpu og aðra starfsmenn fyrir hádegi.
'Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess.“ Þjónustufulltrúar í Hörpu eru eru oft einu starfsmenn hússins sem eiga samskipti við gesti þess. #Harpa https://t.co/ad41aady70
— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) May 7, 2018