Útlit fyrir slydduél á morgun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 09:20 Í næstu viku er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Skjáskot/veðurstofa Enn halda élin áfram S- og V-lands í dag, en þó er útlit fyrir að dragi verulega úr þeim síðdegis og jafnvel að stytti upp í kvöld, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá veðurstofu Íslands. Á morgun bætir enn á ný í úrkomuna, en þá er útlit fyrir slydduél. NA-lands verður að mestu þurrt og jafnvel bjart. Á mánudag skipta veðrakerfin um gír þegar snýst í suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu, en áfram er útlit fyrir þurrt veður NA-til. Komandi vika býður síðan upp á austlægar áttir og rigningu í flestum landshlutum, en þó nokkuð milt veður og er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Enn er gul viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til á landinu. Styttir upp um tíma í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og él eða slydduél, en áfram þurrt NA-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til. Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag: Austan 5-13 m/s og rigning um landið sunnanvert, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Útlit fyrir breytilega átt og rigningu um mest allt land. Hiti 6 til 11 stig að deginum.Færð á vegum Á Suður- og suðvesturlandi er víða greiðfært á láglendi. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er á Bláfjallavegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víðast hvar greiðfært á láglendi en sumstaðar hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á láglendi á Vestfjörðum. Snjóþekja eða krapi er á flestum fjallvegum en ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum. Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði. Samgöngur Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Enn halda élin áfram S- og V-lands í dag, en þó er útlit fyrir að dragi verulega úr þeim síðdegis og jafnvel að stytti upp í kvöld, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá veðurstofu Íslands. Á morgun bætir enn á ný í úrkomuna, en þá er útlit fyrir slydduél. NA-lands verður að mestu þurrt og jafnvel bjart. Á mánudag skipta veðrakerfin um gír þegar snýst í suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu, en áfram er útlit fyrir þurrt veður NA-til. Komandi vika býður síðan upp á austlægar áttir og rigningu í flestum landshlutum, en þó nokkuð milt veður og er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Enn er gul viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til á landinu. Styttir upp um tíma í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og él eða slydduél, en áfram þurrt NA-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til. Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag: Austan 5-13 m/s og rigning um landið sunnanvert, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Útlit fyrir breytilega átt og rigningu um mest allt land. Hiti 6 til 11 stig að deginum.Færð á vegum Á Suður- og suðvesturlandi er víða greiðfært á láglendi. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er á Bláfjallavegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víðast hvar greiðfært á láglendi en sumstaðar hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á láglendi á Vestfjörðum. Snjóþekja eða krapi er á flestum fjallvegum en ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum. Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði.
Samgöngur Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira