Vilja móta risavaxna andlitsmynd af Trump í bráðnandi jökul Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2018 10:57 Um það bil svona sér hópurinn fyrir sér að verkið muni líta út. Vísir/ProjectTrumpmore Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi. Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi.
Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira