Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 07:40 Sitji saksóknarar og lögmenn Trump við sinn keip gæti spurningin um hvort að hægt sé að stefna forsetanum náð alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37