Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. maí 2018 17:37 Donald Trump er ekki ánægður með að spurningalistanum hafi verið lekið Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé „til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. Spurningalistanum var lekið til New York Times og má finna á fimmta tug spurninga á listanum. Spurningarnar snúast margar um hugsanagang Trumps og leita skýringa á ummælum sem hann hefur látið falla á Twitter. Einnig er hann beðinn að skýra fundi ráðgjafa sinna með Rússum, fasteignaviðskipti í Moskvu ásamt ýmsu öðru. Mueller, sem rannsakar meint afskipti Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, er sagður hafa látið lögræðiteymi Trump spurningarnar í té. Líkt og vanalega þegar Trump þarf að tjá sig um málefni líðandi stundar greip hann til Twitter þar sem hann gagnrýndi harkalega að spurningunum hafi verið lekið til fjölmiðla og kallaði hann rannsókn Mullers „Rússnesku Nornaveiðarnar“. Í öðru tísti sagði Trump að „Það er erfitt að hindra framgang réttvísinnar vegna glæps sem aldrei átti sér stað.“ Óvíst er hvort að Mueller muni fá svar við spurningunum en Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og nýr lögfræðingur Trump í málum sem tengjast rannsókninni hitti Mueller í síðustu viku.So disgraceful that the questions concerning the Russian Witch Hunt were “leaked” to the media. No questions on Collusion. Oh, I see...you have a made up, phony crime, Collusion, that never existed, and an investigation begun with illegally leaked classified information. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018 It would seem very hard to obstruct justice for a crime that never happened! Witch Hunt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé „til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. Spurningalistanum var lekið til New York Times og má finna á fimmta tug spurninga á listanum. Spurningarnar snúast margar um hugsanagang Trumps og leita skýringa á ummælum sem hann hefur látið falla á Twitter. Einnig er hann beðinn að skýra fundi ráðgjafa sinna með Rússum, fasteignaviðskipti í Moskvu ásamt ýmsu öðru. Mueller, sem rannsakar meint afskipti Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, er sagður hafa látið lögræðiteymi Trump spurningarnar í té. Líkt og vanalega þegar Trump þarf að tjá sig um málefni líðandi stundar greip hann til Twitter þar sem hann gagnrýndi harkalega að spurningunum hafi verið lekið til fjölmiðla og kallaði hann rannsókn Mullers „Rússnesku Nornaveiðarnar“. Í öðru tísti sagði Trump að „Það er erfitt að hindra framgang réttvísinnar vegna glæps sem aldrei átti sér stað.“ Óvíst er hvort að Mueller muni fá svar við spurningunum en Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og nýr lögfræðingur Trump í málum sem tengjast rannsókninni hitti Mueller í síðustu viku.So disgraceful that the questions concerning the Russian Witch Hunt were “leaked” to the media. No questions on Collusion. Oh, I see...you have a made up, phony crime, Collusion, that never existed, and an investigation begun with illegally leaked classified information. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018 It would seem very hard to obstruct justice for a crime that never happened! Witch Hunt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 1, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27