Þeir eru báðir að elta boltann. Gísli nær boltanum á undan en Andri Heimir kastar sér í gólfið með olnbogann á undan sér með þeim afleiðingum að höfuð Gísla neglist í gólfið og öxlin á honum kremst þess utan undir.
Dómarar leiksins gáfu Andra Heimi aðeins tveggna mínútna brottvísun fyrir brotið sem FH-ingar kölluðu grófa líkamsárás í harðorðri yfirlýsingu í gær. FH ætlar að funda vegna málsins í dg.
FH-liðið gisti í Eyjum í gær en Gísla Þorgeiri var flogið upp á land og hann mun væntanlega hitta lækna nú í morgunsárið vegna sinna meiðsla.
ÍBV vann leik liðanna í gær og er yfir, 2-1, í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Fjórði leikur liðanna fer fram í Krikanum á morgun.