Byssumaðurinn er 19 ára og hafði nýlega verið rekinn úr Dixon-framhaldsskólanum sem staðsettur er um 160 kílómetra vestur af Chicago-borg. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann hóf skothríð á gangi skólans um klukkan 8 í morgun að staðartíma.
Að því búnu hljóp hann út og mætti þar lögreglumanninum Mark Dallas sem starfar við skólann. Dallas skaut byssumanninn, sem særði hann en lögregla kom fljótlega á vettvang og handtók manninn.
Fleiri særðust ekki í árásinni en Dallas hefur verið hylltur sem hetja. Hann er sagður hafa brugðist hárrétt við hættulegum aðstæðum og því haldið fram að snör viðbrögð hans hafi bjargað lífi fjölmargra nemenda.
Í febrúar síðastliðnum var fulltrúi sýslumanns í Broward-sýslu á Flórída leystur frá störfum eftir að ljós kom að hann stóð hjá og aðhafðist ekkert á meðan vopnaður maður skaut sautján manns til bana í framhaldsskóla í Parkland.
Today, we should all be very thankful to school resource officer Mark Dallas for his bravery and quick action to immediately diffuse a dangerous situation at Dixon High School.
— Governor Rauner (@GovRauner) May 16, 2018