Bandarísk yfirvöld rannsaka Cambridge Analytica

New York Times segir að svo virðist sem að rannsóknin sé á frumstigi. Fregnir bárust af því í mars að Cambridge Analytica hefði nýtt sér illa fengnar persónuupplýsingar um milljónir Facebook-notenda til að geta sérsniðið áróður að kjósendum. Þá stærðu stjórnendur fyrirtækisins af því að hafa beitti bellibrögðum til að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa.
Rannsakendurnir eru einnig sagðir hafa haft samband við Facebook. Rannsóknin virðist beinast að viðskiptum fyrirtækisins og hvernig það notaði persónuupplýsingar af Facebook.
Ekki er ljóst hvort að rannsóknin tengist þeirri sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa rætt við að minnsta kosti tvo stjórnendur Cambridge Analytica í desember.
Cambridge Analytica lýsti sig gjaldþrota í síðasta mánuði og sögðu stjórnendur fyrirtækisins að því yrði lokað. Fyrirtækið hefur neitað því að hafa notað Facebook-persónuupplýsingar í kosningabaráttunni vestanhafs árið 2016.
Tengdar fréttir

Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum
Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins.

Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica
Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum.

Cambridge Analytica hættir starfsemi
Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016.

Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica
Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica.

Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar
Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008.

Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir
Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi.