Núll stig Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun