Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 17:30 Fögnuðurinn í Tel Aviv þegar sigurinn í Eurovision lá fyrir. Vísir/Getty Það var mikil gleði í Ísrael í gærkvöldi þegar ljóst var að Netta Barzilai hafði unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu sínu Toy. Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. Mannfjöldinn stöðvaði umferð og gerðu margir sér það að leik að stökkva í vatnsbrunn á Rabín-torginu fyrir framan ráðhúsið í Tel Aviv til að fagna sigri þessarar 25 ára gömlu söngkonu sem hafði áður sungið með hljómsveit ísraelska sjóhersins.החגיגות לכבוד נטע נמשכות לתוך הלילה - נתראה בשנה הבאה בישראל! pic.twitter.com/UEHjhIuNwJ— גלצ (@GLZRadio) May 12, 2018 Sigur Nettu gerir það að verkum að Ísrael verður gestgjafi Eurovision á næsta ári en búist er við að keppnina fari fram í Jerúsalem, en Netta hrópaði það þegar hún tók við verðlaunagrip Eurovision. Fjöldi þekktra Ísraela fagnaði sigri Nettu, þar á meðal leikkonan Gal Gadot, sem er þekktust fyrir að leika Wonder Woman, en hún sagði Nettu í raun vera holdgerving hinnar raunverulegu ofurkonu. Netta hefur greint frá því að hún sótti innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið Toy. Netta sagði frá því fyrir keppnina að henni hefði oft á tíðum verið strítt í æsku sökum holdafars og að hún hefði þróað með sér átröskun eftir fjölda tilrauna til að grennast.Israelis celebrate @NettaBarzilai's amazing #Eurovision victory in Jerusalem's Mahane Yehuda Market. #ESC2018 pic.twitter.com/ss9klGoALl— Avi Mayer (@AviMayer) May 13, 2018 Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hringdi í Nettu til að óska henni til hamingju með sigurinn en hann sagði hana vera besta fulltrúa Ísraels á erlendri grundu. Forsætisráðherrann var svo ánægður með sigurinn að hann reyndi að dansa kjúklinga-dansinn fyrir blaðamenn.ראש הממשלה @netanyahu במחווה מיוחדת ל@NettaBarzilai pic.twitter.com/0TJFxPcK16— כאן חדשות (@kann_news) May 13, 2018 Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagið A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að sigur Nettu hafi varpað mikilli athygli á Jerúsalem eftir að Netta hrópaði að keppnina færi fram þar að ári liðnu.Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Hún segist hafa sótt innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið.Vísir/GettyÍsraelsher tók borgina yfir árið 1967 en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fór það áralangöngum samhljómi á meðal þjóða heimsins að líta á borgina sem hluta af bæði Ísrael og Palestínu og einhverskonar friðarsamkomulagi milli þessara tveggja þjóða. Donald Trump hefur ákveðið að senda dóttur sína Ivönku Trump til Ísrael til að vera viðstadda opnun nýs sendiráðs Bandaríkjanna í borginni á morgun. Forseti ísraelska þingsins sagði sigurinn í Eurovision vera frábæra kynningu Ísrael. Borgin væri ekki aðeins að fá bandarískt sendiráð heldur einnig Eurovision-keppnina á næsta ári.Frá fagnaðarlátunum í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Það var mikil gleði í Ísrael í gærkvöldi þegar ljóst var að Netta Barzilai hafði unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu sínu Toy. Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. Mannfjöldinn stöðvaði umferð og gerðu margir sér það að leik að stökkva í vatnsbrunn á Rabín-torginu fyrir framan ráðhúsið í Tel Aviv til að fagna sigri þessarar 25 ára gömlu söngkonu sem hafði áður sungið með hljómsveit ísraelska sjóhersins.החגיגות לכבוד נטע נמשכות לתוך הלילה - נתראה בשנה הבאה בישראל! pic.twitter.com/UEHjhIuNwJ— גלצ (@GLZRadio) May 12, 2018 Sigur Nettu gerir það að verkum að Ísrael verður gestgjafi Eurovision á næsta ári en búist er við að keppnina fari fram í Jerúsalem, en Netta hrópaði það þegar hún tók við verðlaunagrip Eurovision. Fjöldi þekktra Ísraela fagnaði sigri Nettu, þar á meðal leikkonan Gal Gadot, sem er þekktust fyrir að leika Wonder Woman, en hún sagði Nettu í raun vera holdgerving hinnar raunverulegu ofurkonu. Netta hefur greint frá því að hún sótti innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið Toy. Netta sagði frá því fyrir keppnina að henni hefði oft á tíðum verið strítt í æsku sökum holdafars og að hún hefði þróað með sér átröskun eftir fjölda tilrauna til að grennast.Israelis celebrate @NettaBarzilai's amazing #Eurovision victory in Jerusalem's Mahane Yehuda Market. #ESC2018 pic.twitter.com/ss9klGoALl— Avi Mayer (@AviMayer) May 13, 2018 Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hringdi í Nettu til að óska henni til hamingju með sigurinn en hann sagði hana vera besta fulltrúa Ísraels á erlendri grundu. Forsætisráðherrann var svo ánægður með sigurinn að hann reyndi að dansa kjúklinga-dansinn fyrir blaðamenn.ראש הממשלה @netanyahu במחווה מיוחדת ל@NettaBarzilai pic.twitter.com/0TJFxPcK16— כאן חדשות (@kann_news) May 13, 2018 Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagið A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að sigur Nettu hafi varpað mikilli athygli á Jerúsalem eftir að Netta hrópaði að keppnina færi fram þar að ári liðnu.Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Hún segist hafa sótt innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið.Vísir/GettyÍsraelsher tók borgina yfir árið 1967 en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fór það áralangöngum samhljómi á meðal þjóða heimsins að líta á borgina sem hluta af bæði Ísrael og Palestínu og einhverskonar friðarsamkomulagi milli þessara tveggja þjóða. Donald Trump hefur ákveðið að senda dóttur sína Ivönku Trump til Ísrael til að vera viðstadda opnun nýs sendiráðs Bandaríkjanna í borginni á morgun. Forseti ísraelska þingsins sagði sigurinn í Eurovision vera frábæra kynningu Ísrael. Borgin væri ekki aðeins að fá bandarískt sendiráð heldur einnig Eurovision-keppnina á næsta ári.Frá fagnaðarlátunum í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty
Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45