AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 14:59 Cohen virðist hafa reynt að hagnast á tengslum sínum við Trump forseta strax eftir að hann tók við embætti í fyrra. Vísir/AFP Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17