AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2018 14:59 Cohen virðist hafa reynt að hagnast á tengslum sínum við Trump forseta strax eftir að hann tók við embætti í fyrra. Vísir/AFP Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Ráðning AT&T á Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var „alvarlegur dómgreindarbrestur“ að sögn forstjóra fjarskiptarisans. Fyrirtækið réði Cohen meðal annars til að ráðleggja því í tengslum við risasamruna við Time Warner. Greint hefur verið frá greiðslum stórfyrirtækja eins og AT&T til skúffufélags í eigu Cohen í vikunni. Fyrirtækin voru á höttunum eftir innsýn í nýja ríkisstjórn Trump þar sem þau áttu mikið undir ákvörðunum bandarískra yfirvalda. Washington Post sagði frá því í gær að í samningi sem AT&T gerði við Cohen fljótlega eftir að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra hafi verið kveðið á um að lögmaðurinn veitti ráð í tengslum við fyrirhugaðan samruna við Time Warner. Ríkisstjórn Trump hefur síðan lagst gegn samrunanum. Í tölvupósti til starfsmanna segir Randall Stephenson, forstjóri AT&T, að það hafi verið rangt að sækjast eftir ráðgjöf frá persónulegum lögmanni Trump. „Það er engin önnur leið til að segja það — ráðning AT&T á Michael Cohen sem pólitískum ráðgjafa var stór mistök,“ segir Stephenson í póstinum, að sögn Washington Post.Segir Cohen hafa boðið fyrirtækinu ráðgjöfina Cohen fékk 600.000 dollara frá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. AT&T segist hafa veitt Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um greiðslurnar. Sömu sögu segir svissneska lyfjafyrirtækið Novartis sem réði Cohen einnig sem ráðgjafa. Stephenson fullyrti í póstinum til starfsmanna að fyrirtækið hefði farið að lögum og reglum. Alvanalegt væri að fyrirtæki réðu pólitíska ráðgjafa við stjórnarskipti. Í tilfelli Cohen hefði fyrirtækið hins vegar ekki hugað nægilega að bakgrunni hans. Þá segir forstjórinn að það hafi verið Cohen sem hafi boðið fyrirtækinu upplýsingar um „lykilleikmenn, forgangsmál þeirra og hugsunarhátt“ að fyrra bragði. Greiðslurnar frá AT&T og Novartis fóru til skúffufyrirtækisins Essential Consultants. Það er sama félag og Cohen notaði til þess að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitar því að Trump hafi vitað um ráðgjafarstörf Cohen. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Húsleitir voru gerðir á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17