Sér líkindi með málflutningi Ragnars Þórs og Donald Trump Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 10:53 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir það koma á óvart að ekki glennist fleiri augu af undrun þegar formaður VR staðfesti að hann hafni tölfræði og staðreyndum frá alþjóðlegum stofnunum. Vísar Ásta til þess þegar formaðurinn Ragnar Þór Ingólfsson gaf lítið fyrir tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) í umræðuþætti á Hringbraut á dögunum.Ragnar Þór Ingólfsson gefur lítið fyrir tölur OECD og Eurostat.VÍSIR/STEFÁNTölurnar „meingallaðar“ Í þættinum voru laun á Íslandi til umræðu. Benti Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á að í samanburði við Norðurlöndin væri jöfnuður meiri. Lægsta tekjufimmundin hefði hlutfallslega hærri ráðstöfunartekjur hér á landi en annars staðar. Ragnar Þór gaf lítið fyrir þessar upplýsingar Konráðs og sagði það margsinnis hafa sýnt sig að tölur frá OECD og Eurostat gætu verið meingallaðar. Þær lýsi ekki raunveruleikanum og önnur leið til að komast að hinu rétta sé að bera saman stöðu fólks í sambærilegum stöðum á Norðurlöndunum. Konráð blöskraði að formaður VR vildi horfa framhjá tölum OECD og Eurostat en byggja á eigin samanburði VR. Undir þetta tekur Ásta Sigríður í pistli sínum á heimasíðu Viðskiptaráðs. Nefnir hún Donald Trump til samanburðar.Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.„Þegar forseti Bandaríkjanna slær um sig með heimatilbúnum „staðreyndum“ og falsfréttum til að sannfæra samlanda og heimsbyggðina um ágæti stefnu sinnar eða, sem er kannski algengara, sitt eigið ágæti, þá stendur ekki á kjánahrolli. Í upplýstu samfélagi eins og á Íslandi þar sem frelsi fjölmiðla er almennt talið gott og fréttaflutningur trúverðugur er ólíklegt að við gleypum við slíkum falsfréttum,“ segir Ásta Sigríður. „Það kemur því á óvart að ekki glennist augu fleiri af undrun þegar forystumaður í verkalýðshreyfingu landsins staðfestir í sjónvarpsútsendingu að hann hafni tölfræði og staðreyndum sem koma frá alþjóðlegum stofnunum á borð við OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni) og Eurostat (Hagstofu ESB). Hann telur réttmætara að horfa til „raunverulegra dæma“ líkt og hagdeild VR hefur tekið saman og vitnar í rannsókn á vegum hagdeildar VR þar sem strætóbílstjórar í Svíþjóð og á Íslandi eru bornir saman. Staðan er víst „svört og hvít“ – slíkur er kjaramunur þessara einstaklinga.“ Opinberar hagtölur, þar með talið meðaltöl og dreifing tekna, séu skástu heildrænu samanburðarmælikvarðarnir á skiptingu gæða sem í boði séu. Þær sýni að sjálfsögðu ekki þau einstöku dæmi sem falli undir útreikninginn og ekki alla söguna ein og sér. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels, er launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni með tæplega átta milljónir króna á mánuði samkvæmt úttekt Kjarnans frá því í mars.Vísir/ValliKjör íslenskra forstjóra lægri en þeirra sænsku „Því var ekki úr vegi að kanna hvort þessi nýja staðreyndarnálgun myndi varpa nýju ljósi á aðra sambærilega hópa milli landa. Forstjórar hafa verið í kastljósinu að undanförnu vegna gífurlegra launahækkana. Því mætti kanna hvernig samanburður á launakjörum þeirra og forstjóra í Svíþjóð kæmi út. Til að tryggja nógu sterkt raundæmi voru forstjórar í kauphöllum landanna teknir fyrir. Þeir íslensku eru með um 4,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í heildarlaun á meðan miðgildi grunnlauna kauphallarforstjóra í Svíþjóð var um 7 milljónir íslenskra króna á mánuði. Við það bætast kaupaukagreiðslur Svíanna og annað sem getur auðveldlega tvöfaldað grunnlaunin og gefið þeim heildarlaun upp á rúmlega 14 milljónir króna á mánuði. Íslenskir kauphallarforstjórar eru því með töluvert lægri laun en þeir sænsku. Hér er staðan kannski ekki „svört og hvít“ – en klárlega aftur Svíum í hag.“ Ásta segir ofangreint mögulega óheppilegt dæmi þar sem kjör íslenskra forstjóra komi illa út í þessum samanburði milli landa. „Færu forstjórar landsins að taka upp aðferðafræði að þessari fyrirmynd í sínum samningaviðræðum er hætt við að mörgum þætti nóg um.“ Kjaramál Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir það koma á óvart að ekki glennist fleiri augu af undrun þegar formaður VR staðfesti að hann hafni tölfræði og staðreyndum frá alþjóðlegum stofnunum. Vísar Ásta til þess þegar formaðurinn Ragnar Þór Ingólfsson gaf lítið fyrir tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) í umræðuþætti á Hringbraut á dögunum.Ragnar Þór Ingólfsson gefur lítið fyrir tölur OECD og Eurostat.VÍSIR/STEFÁNTölurnar „meingallaðar“ Í þættinum voru laun á Íslandi til umræðu. Benti Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á að í samanburði við Norðurlöndin væri jöfnuður meiri. Lægsta tekjufimmundin hefði hlutfallslega hærri ráðstöfunartekjur hér á landi en annars staðar. Ragnar Þór gaf lítið fyrir þessar upplýsingar Konráðs og sagði það margsinnis hafa sýnt sig að tölur frá OECD og Eurostat gætu verið meingallaðar. Þær lýsi ekki raunveruleikanum og önnur leið til að komast að hinu rétta sé að bera saman stöðu fólks í sambærilegum stöðum á Norðurlöndunum. Konráð blöskraði að formaður VR vildi horfa framhjá tölum OECD og Eurostat en byggja á eigin samanburði VR. Undir þetta tekur Ásta Sigríður í pistli sínum á heimasíðu Viðskiptaráðs. Nefnir hún Donald Trump til samanburðar.Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.„Þegar forseti Bandaríkjanna slær um sig með heimatilbúnum „staðreyndum“ og falsfréttum til að sannfæra samlanda og heimsbyggðina um ágæti stefnu sinnar eða, sem er kannski algengara, sitt eigið ágæti, þá stendur ekki á kjánahrolli. Í upplýstu samfélagi eins og á Íslandi þar sem frelsi fjölmiðla er almennt talið gott og fréttaflutningur trúverðugur er ólíklegt að við gleypum við slíkum falsfréttum,“ segir Ásta Sigríður. „Það kemur því á óvart að ekki glennist augu fleiri af undrun þegar forystumaður í verkalýðshreyfingu landsins staðfestir í sjónvarpsútsendingu að hann hafni tölfræði og staðreyndum sem koma frá alþjóðlegum stofnunum á borð við OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni) og Eurostat (Hagstofu ESB). Hann telur réttmætara að horfa til „raunverulegra dæma“ líkt og hagdeild VR hefur tekið saman og vitnar í rannsókn á vegum hagdeildar VR þar sem strætóbílstjórar í Svíþjóð og á Íslandi eru bornir saman. Staðan er víst „svört og hvít“ – slíkur er kjaramunur þessara einstaklinga.“ Opinberar hagtölur, þar með talið meðaltöl og dreifing tekna, séu skástu heildrænu samanburðarmælikvarðarnir á skiptingu gæða sem í boði séu. Þær sýni að sjálfsögðu ekki þau einstöku dæmi sem falli undir útreikninginn og ekki alla söguna ein og sér. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels, er launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni með tæplega átta milljónir króna á mánuði samkvæmt úttekt Kjarnans frá því í mars.Vísir/ValliKjör íslenskra forstjóra lægri en þeirra sænsku „Því var ekki úr vegi að kanna hvort þessi nýja staðreyndarnálgun myndi varpa nýju ljósi á aðra sambærilega hópa milli landa. Forstjórar hafa verið í kastljósinu að undanförnu vegna gífurlegra launahækkana. Því mætti kanna hvernig samanburður á launakjörum þeirra og forstjóra í Svíþjóð kæmi út. Til að tryggja nógu sterkt raundæmi voru forstjórar í kauphöllum landanna teknir fyrir. Þeir íslensku eru með um 4,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í heildarlaun á meðan miðgildi grunnlauna kauphallarforstjóra í Svíþjóð var um 7 milljónir íslenskra króna á mánuði. Við það bætast kaupaukagreiðslur Svíanna og annað sem getur auðveldlega tvöfaldað grunnlaunin og gefið þeim heildarlaun upp á rúmlega 14 milljónir króna á mánuði. Íslenskir kauphallarforstjórar eru því með töluvert lægri laun en þeir sænsku. Hér er staðan kannski ekki „svört og hvít“ – en klárlega aftur Svíum í hag.“ Ásta segir ofangreint mögulega óheppilegt dæmi þar sem kjör íslenskra forstjóra komi illa út í þessum samanburði milli landa. „Færu forstjórar landsins að taka upp aðferðafræði að þessari fyrirmynd í sínum samningaviðræðum er hætt við að mörgum þætti nóg um.“
Kjaramál Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira