Flugeldasýning frá Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Real burstaði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Real skoraði sex mörk gegn engu marki Celta Vigo.

Gareth Bale var í byrjunarliðinu og var í stuði. Hann skoraði tvö mörk á fyrsta hálftímanum og Isco bætti við marki fyrir hlé.

Hinn nítján ára gamli, Achraf Hakimi, skoraði fjórða markið áður en Sergi Gomez skoraði sjálfsmark. Toni Kroos bætti svo við sjötta markinu níu mínútum fyrir leikslok. 6-0 lokatölur.

Með sigrinum tryggði Real sér í að minnsta kosti þriðja sætið en liðið getur hirt annað sætið af Atletico í lokaumferðinni sem fer fram um næstu helgi.

Real spilar við Villareal en Atletico spilar við Eibar. Liðið mætir svo Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar aðra helgi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira