Tvær þrennur í ótrúlegum leik og fyrsta deildartap Barcelona Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 20:30 Philippe Coutinho skoraði þrennu Vísir/Getty Eftir að hafa farið 36 af 38 leikjum í La Liga deildinni án taps beið Barcelona í lægri hlut fyrir Levante í ótrúlegum fótboltaleik í kvöld þar sem Emmanuel Boateng og Philippe Coutinho skoruðu þrennu. Leikurinn byrjaði með látum og kom Emmanuel Boateng heimamönnum í Levante yfir strax á níundu mínútu með hjálp frá þverslánni. Hann skaut svo í stöngina og út aðeins örfáum mínútum seinna áður en hann skoraði aftur eftir hálftíma leik. Fyrrum Liverpool maðurinn Philippe Coutinho svaraði fyrir Barcelona stuttu seinna eftir undirbúning Gerard Pique og Luis Suarez. Staðan var 2-1 þegar liðin fóru til búningsherbergja. Dómari leiksins var varla búinn að flauta seinni hálfleikinn á þegar Enis Bardhi kom heimamönnum í 3-1. Hann skoraði glæsimark af rúmum 20 metrum eftir skyndisókn Levante. Boateng fullkomnaði svo þrennuna á 50. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf Antonio Luna. Heimamenn voru ekki hættir og bættu við fimmta markinu aðeins sex mínútum seinna þegar Bardhi skoraði sitt annað mark. Þá rönkuðu leikmenn Barcelona við sér, að minnsta kosti Philippe Coutinho. Hann var fljótur að skora annað mark sitt og annað mark Barcelona og það þriðja fylgdi eftir stuttu seinna. Þriðja markið fékk þó mikla hjálp frá varnarmanni Levante á leið sinni inn. Barcelona fékk vítaspyrnu þegar seinni hálfleikur var rétt hálfnaður. Brotið var á Sergio Busquets eftir hornspyrnu og Luis Suarez fór á punktinn. Hann skoraði örugglega og munurinn orðinn aðeins eitt mark eftir ótrúlega endurkomu og 20 mínútur eftir af leiknum. Leikurinn hélt áfram að vera mjög fjörugur og fengu bæði lið nóg af marktækifærum. Allt kom þó fyrir ekki, lokatölur 5-4 í ótrúlegum fótboltaleik og Barcelona tapaði fyrsta deildarleik sínum í vetur. Spænski boltinn
Eftir að hafa farið 36 af 38 leikjum í La Liga deildinni án taps beið Barcelona í lægri hlut fyrir Levante í ótrúlegum fótboltaleik í kvöld þar sem Emmanuel Boateng og Philippe Coutinho skoruðu þrennu. Leikurinn byrjaði með látum og kom Emmanuel Boateng heimamönnum í Levante yfir strax á níundu mínútu með hjálp frá þverslánni. Hann skaut svo í stöngina og út aðeins örfáum mínútum seinna áður en hann skoraði aftur eftir hálftíma leik. Fyrrum Liverpool maðurinn Philippe Coutinho svaraði fyrir Barcelona stuttu seinna eftir undirbúning Gerard Pique og Luis Suarez. Staðan var 2-1 þegar liðin fóru til búningsherbergja. Dómari leiksins var varla búinn að flauta seinni hálfleikinn á þegar Enis Bardhi kom heimamönnum í 3-1. Hann skoraði glæsimark af rúmum 20 metrum eftir skyndisókn Levante. Boateng fullkomnaði svo þrennuna á 50. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf Antonio Luna. Heimamenn voru ekki hættir og bættu við fimmta markinu aðeins sex mínútum seinna þegar Bardhi skoraði sitt annað mark. Þá rönkuðu leikmenn Barcelona við sér, að minnsta kosti Philippe Coutinho. Hann var fljótur að skora annað mark sitt og annað mark Barcelona og það þriðja fylgdi eftir stuttu seinna. Þriðja markið fékk þó mikla hjálp frá varnarmanni Levante á leið sinni inn. Barcelona fékk vítaspyrnu þegar seinni hálfleikur var rétt hálfnaður. Brotið var á Sergio Busquets eftir hornspyrnu og Luis Suarez fór á punktinn. Hann skoraði örugglega og munurinn orðinn aðeins eitt mark eftir ótrúlega endurkomu og 20 mínútur eftir af leiknum. Leikurinn hélt áfram að vera mjög fjörugur og fengu bæði lið nóg af marktækifærum. Allt kom þó fyrir ekki, lokatölur 5-4 í ótrúlegum fótboltaleik og Barcelona tapaði fyrsta deildarleik sínum í vetur.