Engar formlegar viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:28 Sjálfstæðismenn hafa verið í hreinum meirihluta í Eyjum í tólf ár en eftir kosningarnar nú verður breyting þar á. Vísir/pjetur Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17