Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk í Norðurþingi samþykktu að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf á fundi sínum í kvöld. Flokkarnir þrír fengu samtals 60% atkvæða og fimm fulltrúa í sveitarstjórnarskosningunum um helgina.
Í tilkynningu sem Örlygur Hnefill Örlygsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér í kvöld kom fram að flokkarnir hafi rætt um málefnaáherslur á fundum í gær og í dag. Mikill samhljómur hafi verið í vinnunni og vinna við málefnasamning sé hafin.
Níu fulltrúar sitja í sveitarstjórn Norðurþings. Af fimm fulltrúum sem skipuðu meirihluta flokkana er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá en hinir tveir flokkarnir með einn mann hvor.
Framsóknar- og félagshyggjufólk náði inn þremur mönnum í kosningunum og Listi samfélagsins einum.
