Tíndu flöskur og söfnuðu klinki til að eiga fyrir mat Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2018 20:30 Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær. Kosningar 2018 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær.
Kosningar 2018 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira