„Marcus þurfti hjálp, ekki dauða“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 13:37 Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Vísir/AP Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira