„Marcus þurfti hjálp, ekki dauða“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 13:37 Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Vísir/AP Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira