Vill sjá Íslendinga þétta eins og Windsor-hnút Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. maí 2018 12:30 Ásamt Lexa koma Birnir og Joey Christ fram en þeir luma báðir á nýrri tónlist. Í kvöld í Gamla bíói verður slegið upp stórtónleikum. Það eru þeir Lexi Picasso, Birnir og Joey Christ sem sjá um tónlistina auk leynigesta. Lexi Picasso er dularfullur íslenskur rappari sem hefur verið svolítið á milli tannanna á fólki og vinsæll á samfélagsmiðlum þar sem hann sést gjarnan með seðlabúnt á milli handanna og oftar en ekki að fljúga um í þyrlum. Lexi sendi frá sér töluvert magn tónlistar í fyrra á mjög stuttum tíma, þar fór fremst í flokki lagið Piano Jam sem var talið eitt besta rapplagið það árið á Íslandi af útvarpsþættinum Kronik. Hann hefur unnið töluvert með pródúserahópnum 808 Mafia og einnig J.U.S.T.I.C.E. League – hann gaf út heila plötu með þeim síðarnefndu. Lexi var búsettur í Atlanta um tíma en þar vann hann með mörgum risastórum nöfnum í senunni. Þetta eru hans fyrstu formlegu tónleikar á landinu þó að hann hafi komið nokkrum sinnum fram áður. „Ég hef haft þetta í höfðinu lengi, alveg síðan 2016 þegar ég flaug Reazy Renegade [pródúser sem hann hefur unnið með] til landsins og þá ætluðum við að spila í Gamla bíói en okkur mistókst að fá húsnæðið því ég fattaði ekki að á sama tíma voru aðrir tónleikar í húsinu. Það er annars engin sérstök ástæða fyrir því að ég held þetta núna – mig langaði í raun bara til að byrja sumarið með látum. Þetta var hugsun, sem svo breyttist í símtal sem svo varð að einhverju óvæntu. Þetta var smá heppni í raun, með smá hjálp frá öllum sem að þessu koma,“ svarar Lexi þegar hann er spurður að því af hverju hann sé að halda sína fyrstu tónleika akkúrat núna þegar blaðamaður nær loks viðtali við hann. Hann segir að á þessa tónleika megi jafnvel líta sem útgáfutónleika fyrir plötuna hans sem kom út í desember í fyrra, sem var alfarið pródúseruð af áðurnefndum J.U.S.T.I.C.E. League. „Ég ætla að spila þá plötu í heild sinni þannig að við getum alveg kallað þetta útgáfutónleika. Mjög síðbúna útgáfutónleika, en það er aldrei of seint að fagna, ekki satt? Ég ákvað líka að taka með mér þá bestu: Joey Christ og Birni. Þarna verða líka leynigestir. Ég er fjandi viss um að þetta verður það langbesta sem er að gerast í kvöld og bara alla helgina.“Lexi og Svala eru búin að mixa lag saman.SvalaSpurður að því hvað hann sé annars að bralla þessa daga segir Lexi að það sem beri hæst sé kannski lagið sem hann er búinn að vera að vinna með Svölu Björgvins. „Ég er að bíða eftir því að hún komi til landsins – svo við getum gefið þetta út saman – hent í pop-up tónleika og spilað síng- úlinn saman. Smá hlustunarpartí. Ég er líka með plötu á leiðinni og annað verkefni sem ég má ekki tala um alveg strax – en við skulum segja að ég sé búinn að toppa allt sem ég hef gert hingað til. Þetta er dæmi sem á eftir að brjóta internetið!“ Hann segist líka vera með fjögur tónlistarmyndbönd á leiðinni sem hann mun gefa út öll í einu, þar af eitt sem var tekið upp í 8K gæðum og telur hann það vera eina slíka myndbandið sem gert hafi verið í heiminum. Raunar eru gæðin svo mikil að aðeins tvær tölvur á landinu ráða við að vinna það. Hann segist ætla að gefa myndböndin öll út saman og stuttmynd með. „Ég er fullkomnunarsinni og ég verð að hafa allt eins nálægt fullkomnun og ég get. Það gerir það stundum að verkum að ég er lengi að gefa út.“ Þetta verður sem sagt sumarið hans Lexa?„Við skulum vona það! Ég meina, ég vil bara fá fólk til að brosa og vonandi fá smá tan hérna! Þetta sumar verður allavega eitt aðalsumarið fyrir þessa kynslóð. Þetta verður risasumar fyrir rapp, popp og hvað þú vilt kalla það. Við Íslendingar erum að sækja fram sem tónlistarmenn og ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér að Íslendingar ættu að átta sig á því að við þurfum ekki að flytja inn stór nöfn í tónlist þegar við erum með svona hæfileikaríkt fólk hér á landinu sem getur gert miklu betri tónlist. Ég vil sjá Íslendinga standa jafn þétta og tvöfaldan Windsor-hnút.“Kaupa má miða á tix og leikar hefjast klukkan tíu í kvöld. Menning Tengdar fréttir Íslenskir rapparar með einkaþotu, þyrlu og dýra bíla Sveitin B2B var að senda frá sér nýtt myndband. Í því sjást þeir í einkaþotu, í þyrluflugi yfir Reykjavík, auk þess sem þeir sitja í dýrum bílum með fimm þúsund króna seðla í höndum sínum. 19. ágúst 2014 17:12 Lexi Picasso funheitur í hljóðverinu Rapparinn Lexi Picasso var í miklu stuði í útvarpsþættinum Kronik á X-inu á föstudaginn. 4. desember 2017 20:30 Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2017 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hipphopp-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. 22. janúar 2018 10:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í kvöld í Gamla bíói verður slegið upp stórtónleikum. Það eru þeir Lexi Picasso, Birnir og Joey Christ sem sjá um tónlistina auk leynigesta. Lexi Picasso er dularfullur íslenskur rappari sem hefur verið svolítið á milli tannanna á fólki og vinsæll á samfélagsmiðlum þar sem hann sést gjarnan með seðlabúnt á milli handanna og oftar en ekki að fljúga um í þyrlum. Lexi sendi frá sér töluvert magn tónlistar í fyrra á mjög stuttum tíma, þar fór fremst í flokki lagið Piano Jam sem var talið eitt besta rapplagið það árið á Íslandi af útvarpsþættinum Kronik. Hann hefur unnið töluvert með pródúserahópnum 808 Mafia og einnig J.U.S.T.I.C.E. League – hann gaf út heila plötu með þeim síðarnefndu. Lexi var búsettur í Atlanta um tíma en þar vann hann með mörgum risastórum nöfnum í senunni. Þetta eru hans fyrstu formlegu tónleikar á landinu þó að hann hafi komið nokkrum sinnum fram áður. „Ég hef haft þetta í höfðinu lengi, alveg síðan 2016 þegar ég flaug Reazy Renegade [pródúser sem hann hefur unnið með] til landsins og þá ætluðum við að spila í Gamla bíói en okkur mistókst að fá húsnæðið því ég fattaði ekki að á sama tíma voru aðrir tónleikar í húsinu. Það er annars engin sérstök ástæða fyrir því að ég held þetta núna – mig langaði í raun bara til að byrja sumarið með látum. Þetta var hugsun, sem svo breyttist í símtal sem svo varð að einhverju óvæntu. Þetta var smá heppni í raun, með smá hjálp frá öllum sem að þessu koma,“ svarar Lexi þegar hann er spurður að því af hverju hann sé að halda sína fyrstu tónleika akkúrat núna þegar blaðamaður nær loks viðtali við hann. Hann segir að á þessa tónleika megi jafnvel líta sem útgáfutónleika fyrir plötuna hans sem kom út í desember í fyrra, sem var alfarið pródúseruð af áðurnefndum J.U.S.T.I.C.E. League. „Ég ætla að spila þá plötu í heild sinni þannig að við getum alveg kallað þetta útgáfutónleika. Mjög síðbúna útgáfutónleika, en það er aldrei of seint að fagna, ekki satt? Ég ákvað líka að taka með mér þá bestu: Joey Christ og Birni. Þarna verða líka leynigestir. Ég er fjandi viss um að þetta verður það langbesta sem er að gerast í kvöld og bara alla helgina.“Lexi og Svala eru búin að mixa lag saman.SvalaSpurður að því hvað hann sé annars að bralla þessa daga segir Lexi að það sem beri hæst sé kannski lagið sem hann er búinn að vera að vinna með Svölu Björgvins. „Ég er að bíða eftir því að hún komi til landsins – svo við getum gefið þetta út saman – hent í pop-up tónleika og spilað síng- úlinn saman. Smá hlustunarpartí. Ég er líka með plötu á leiðinni og annað verkefni sem ég má ekki tala um alveg strax – en við skulum segja að ég sé búinn að toppa allt sem ég hef gert hingað til. Þetta er dæmi sem á eftir að brjóta internetið!“ Hann segist líka vera með fjögur tónlistarmyndbönd á leiðinni sem hann mun gefa út öll í einu, þar af eitt sem var tekið upp í 8K gæðum og telur hann það vera eina slíka myndbandið sem gert hafi verið í heiminum. Raunar eru gæðin svo mikil að aðeins tvær tölvur á landinu ráða við að vinna það. Hann segist ætla að gefa myndböndin öll út saman og stuttmynd með. „Ég er fullkomnunarsinni og ég verð að hafa allt eins nálægt fullkomnun og ég get. Það gerir það stundum að verkum að ég er lengi að gefa út.“ Þetta verður sem sagt sumarið hans Lexa?„Við skulum vona það! Ég meina, ég vil bara fá fólk til að brosa og vonandi fá smá tan hérna! Þetta sumar verður allavega eitt aðalsumarið fyrir þessa kynslóð. Þetta verður risasumar fyrir rapp, popp og hvað þú vilt kalla það. Við Íslendingar erum að sækja fram sem tónlistarmenn og ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér að Íslendingar ættu að átta sig á því að við þurfum ekki að flytja inn stór nöfn í tónlist þegar við erum með svona hæfileikaríkt fólk hér á landinu sem getur gert miklu betri tónlist. Ég vil sjá Íslendinga standa jafn þétta og tvöfaldan Windsor-hnút.“Kaupa má miða á tix og leikar hefjast klukkan tíu í kvöld.
Menning Tengdar fréttir Íslenskir rapparar með einkaþotu, þyrlu og dýra bíla Sveitin B2B var að senda frá sér nýtt myndband. Í því sjást þeir í einkaþotu, í þyrluflugi yfir Reykjavík, auk þess sem þeir sitja í dýrum bílum með fimm þúsund króna seðla í höndum sínum. 19. ágúst 2014 17:12 Lexi Picasso funheitur í hljóðverinu Rapparinn Lexi Picasso var í miklu stuði í útvarpsþættinum Kronik á X-inu á föstudaginn. 4. desember 2017 20:30 Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2017 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hipphopp-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. 22. janúar 2018 10:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslenskir rapparar með einkaþotu, þyrlu og dýra bíla Sveitin B2B var að senda frá sér nýtt myndband. Í því sjást þeir í einkaþotu, í þyrluflugi yfir Reykjavík, auk þess sem þeir sitja í dýrum bílum með fimm þúsund króna seðla í höndum sínum. 19. ágúst 2014 17:12
Lexi Picasso funheitur í hljóðverinu Rapparinn Lexi Picasso var í miklu stuði í útvarpsþættinum Kronik á X-inu á föstudaginn. 4. desember 2017 20:30
Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2017 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hipphopp-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. 22. janúar 2018 10:30