Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:47 Bílasalar eru meðal annars sagðir latir til að selja rafbíla vegna þess að þeir hafi minni hagnað upp úr þeim og þá skorti tæknilega þekkingu á þeim. Vísir/Vilhelm Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla. Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00