Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Trump hefur oft sagt alríkislögregluna hafa njósnað um sig. Vísir/afp Toppar bandarískra eftirlits- og löggæslustofnana munu funda með leiðtogum Repúblikana á þinginu í dag. Þar munu topparnir deila með leiðtogunum leyniskjölum sem tengjast uppljóstrara FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump á árdögum rannsóknar alríkislögreglu á meintu samráði framboðsins við rússnesk yfirvöld og afskiptum Rússa af kosningunum. Uppljóstraramálið er forseta hugleikið. Ákvað hann meðal annars um helgina að krefjast þess að dómsmálaráðuneyti hans rannsakaði þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar og spurði hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði fyrirskipað aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í framboðsteymið áður en hin svokallaða Rússarannsókn hófst, aðgerðin hafi sem sagt verið í pólitískum tilgangi, en samkvæmt The New York Times er sú fullyrðing röng. „Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í höndunum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“SPYGATE could be one of the biggest political scandals in history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Forseti og stuðningsmenn hans hafa haldið fram að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintu samráði sé hluti af samsæri hins svokallaða djúpríkis (e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á að vera samsett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyniþjónustu- og löggæslustofnana og hersins. Eru ásakanir Trumps nú áþekkar þeim sem hann setti fram á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði Obama hafa látið hlera Trump-turninn. Dómsmálaráðuneytið hrakti síðar þær fullyrðingar. Til fundardagsins var boðað eftir að forseti kallaði Christopher Wray alríkislögreglustjóra og Rod Rosenstein varadómsmálaráðherra á sinn fund til að krefjast rannsóknar á málinu sem forseti kallar Spygate. Þá er fundurinn einnig haldinn í tengslum við stefnu þingmannsins Devins Nunes. Sá krafðist þess að öll skjöl um uppljóstrarann, bandarískan fræðimann, yrðu afhent upplýsingamálanefnd neðri deildar þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi hafnað en vegna þrýstings Trumps er ljóst að Repúblikanar fá allavega hluta skjalanna í hendurnar. Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt Nunes fyrir að reyna að grafa undan rannsókn Muellers með kröfum sínum og fullyrðingum um samsæri gegn forsetanum. Hafa meðal annars sagt Nunes misnota stöðu sína sem formaður upplýsingamálanefndarinnar. Þá hafa Demókratar lýst yfir óánægju með að vera skildir út undan á fundi dagsins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Toppar bandarískra eftirlits- og löggæslustofnana munu funda með leiðtogum Repúblikana á þinginu í dag. Þar munu topparnir deila með leiðtogunum leyniskjölum sem tengjast uppljóstrara FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump á árdögum rannsóknar alríkislögreglu á meintu samráði framboðsins við rússnesk yfirvöld og afskiptum Rússa af kosningunum. Uppljóstraramálið er forseta hugleikið. Ákvað hann meðal annars um helgina að krefjast þess að dómsmálaráðuneyti hans rannsakaði þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar og spurði hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði fyrirskipað aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í framboðsteymið áður en hin svokallaða Rússarannsókn hófst, aðgerðin hafi sem sagt verið í pólitískum tilgangi, en samkvæmt The New York Times er sú fullyrðing röng. „Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í höndunum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“SPYGATE could be one of the biggest political scandals in history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Forseti og stuðningsmenn hans hafa haldið fram að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintu samráði sé hluti af samsæri hins svokallaða djúpríkis (e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á að vera samsett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyniþjónustu- og löggæslustofnana og hersins. Eru ásakanir Trumps nú áþekkar þeim sem hann setti fram á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði Obama hafa látið hlera Trump-turninn. Dómsmálaráðuneytið hrakti síðar þær fullyrðingar. Til fundardagsins var boðað eftir að forseti kallaði Christopher Wray alríkislögreglustjóra og Rod Rosenstein varadómsmálaráðherra á sinn fund til að krefjast rannsóknar á málinu sem forseti kallar Spygate. Þá er fundurinn einnig haldinn í tengslum við stefnu þingmannsins Devins Nunes. Sá krafðist þess að öll skjöl um uppljóstrarann, bandarískan fræðimann, yrðu afhent upplýsingamálanefnd neðri deildar þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi hafnað en vegna þrýstings Trumps er ljóst að Repúblikanar fá allavega hluta skjalanna í hendurnar. Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt Nunes fyrir að reyna að grafa undan rannsókn Muellers með kröfum sínum og fullyrðingum um samsæri gegn forsetanum. Hafa meðal annars sagt Nunes misnota stöðu sína sem formaður upplýsingamálanefndarinnar. Þá hafa Demókratar lýst yfir óánægju með að vera skildir út undan á fundi dagsins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43