Fundað í Ísrael vegna sniðgönguhótana Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 08:07 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/EPA Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem. Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem.
Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50