Innlent

Banaslys á Kjalarnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.
Frá vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu. vísir/jóhann k.
Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem send var fjölmiðlum um 22:30 í kvöld. 

Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 19:23. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt, en um var að ræða litla hópferðabifreið og fólksbíl. 

Hinir slösuðu voru allir fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild Landspítalans, en ekki er hægt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu að því er segir í tilkynningu lögreglu en á vef RÚV kemur fram að fjórir séu alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild og fimm séu á almennri deild. 

Vinnu á vettvangi er lokið og hefur Vesturlandsvegur verið opnaður á nýjan leik, en honum var lokað á milli Þingvallavegar og Hvalfjarðarvegar í kjölfar slyssins og var hjáleið um Kjósarskarðsveg.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×