Skaut óvart mann eftir misheppnað heljarstökk á dansgólfinu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 21:24 Myndir segja oft meira en þúsund orð. Twitter/Ryan Hareer Alríkislögreglumaður í borginni Denver í Bandaríkjunum skaut óvart mann á dansgólfi skemmtistaðar í gær þegar sá fyrrnefndi var að reyna að sýna viðstöddum danshæfileika sína. Lögreglumaðurinn, sem var ekki á vakt, steig trylltan dans einn síns liðs á miðju gólfinu við góðar undirtektir bargesta. Þegar hann ætlaði að bæta um betur með heljarstökki vildi ekki betur til en svo að skammbyssa losnaði úr buxnastreng hans og féll á dansgólfið. Fyrstu viðbrögð hans voru að grípa byssuna en þá var hann svo óheppinn að grípa einmitt í gikkinn með þeim afleiðingum að skot hljóp úr byssunni og hæfði einn bargestinn í fótlegginn. Sá var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlan var fjarlægð en reyndist hafa sloppið nokkuð vel. Ekki er ljóst hvort alríkislögreglumaðurinn verður ámyntur eða jafnvel ákærður vegna málsins. Til allrar hamingju náðist þó myndband af atvikinu og gengur það eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla þessa stundina.This @FBI agent was dancing at a Denver bar on Saturday night. Did a back flip, gun falls. He picks it up and a round is fired, hitting a man (he'll be ok.) @DenverPolice investigating. #9News pic.twitter.com/MwV1WpNzAQ— Ryan Haarer (@RyanHaarer) June 3, 2018 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Alríkislögreglumaður í borginni Denver í Bandaríkjunum skaut óvart mann á dansgólfi skemmtistaðar í gær þegar sá fyrrnefndi var að reyna að sýna viðstöddum danshæfileika sína. Lögreglumaðurinn, sem var ekki á vakt, steig trylltan dans einn síns liðs á miðju gólfinu við góðar undirtektir bargesta. Þegar hann ætlaði að bæta um betur með heljarstökki vildi ekki betur til en svo að skammbyssa losnaði úr buxnastreng hans og féll á dansgólfið. Fyrstu viðbrögð hans voru að grípa byssuna en þá var hann svo óheppinn að grípa einmitt í gikkinn með þeim afleiðingum að skot hljóp úr byssunni og hæfði einn bargestinn í fótlegginn. Sá var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlan var fjarlægð en reyndist hafa sloppið nokkuð vel. Ekki er ljóst hvort alríkislögreglumaðurinn verður ámyntur eða jafnvel ákærður vegna málsins. Til allrar hamingju náðist þó myndband af atvikinu og gengur það eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla þessa stundina.This @FBI agent was dancing at a Denver bar on Saturday night. Did a back flip, gun falls. He picks it up and a round is fired, hitting a man (he'll be ok.) @DenverPolice investigating. #9News pic.twitter.com/MwV1WpNzAQ— Ryan Haarer (@RyanHaarer) June 3, 2018
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira