Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 21:00 Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga. Vísir/GVA Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13