Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:15 Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13