Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2018 21:28 Trump hefur stært sig af því að vera bjargvættur hnignandi kolaiðnaðar Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fulltrúar olíu-, vind- og sólarorkufyrirtækja mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að skikka dreifiaðila rafmagns til að kaupa orku frá kola- og kjarnorkuverum sem eru á hverfanda hveli.Washington Post segir að ríkisstjórnin búi sig nú undir að beita neyðarheimildum sem kveðið er á um í lögum frá kaldastríðsárunum til að þvinga fyrirtæki sem reka flutningskerfi rafmagns í Bandaríkjunum til að kaupa kola- og kjarnorku. Markmiðið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir lokun orkuveranna sem hafa orðið undir í samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa á undanförnum árum. Þær kvaðir á dreifiaðila yrði rökstudd með þjóðaröryggissjónarmiðum líkt og verndartollarnir sem Trump-stjórnin lagði á helstu bandalagsþjóðir sínar í vikunni. Ríkisstjórnin fullyrðir að nauðsynlegt sé að alríkisstjórnin grípi inn í til að koma í veg fyrir að kola- og kjarnorkuverin verði tekin úr notkun. Neyðarreglurnar myndu gilda í tvö ár á meðan orkumálaráðuneyti ynni að skýrslu um raforkumarkaðinn. Aðgerðirnar eru sagðar í anda hugmynda sem eigendur kolafyrirtækja sem hafa veitt Trump og pólitískum hópum tengdum honum háar fjárhæðir í framlög undanfarin ár.Kol verst fyrir loftslag jarðarFramleiðendur jarðgass, olíu, sólar- og vindorku, umhverfisverndarhópar og stjórnmálamenn úr röðum bæði repúblikana og demókrata hafa andæft útspili Trump og félaga. Þeir benda á að kola- og kjarnorkufyrirtækin hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni og að mörg kolaorkuverin sem nú standi til að bjarga með ríkisinngrip hafi þegar starfað lengur en upphaflega var reiknað með. Kolaorka er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í orkuframleiðslu. Verði fyrirætlanir ríkisstjórnar Trump að veruleika er viðbúið að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist frá því sem ella hefði orðið. Repúbikanar sökuðu Obama fyrrverandi forseta ítrekað um að heyja „stríð gegn kolum“ með tilraunum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur sagst hafa bundið enda á það meinta stríð. Raunverulega er það hins vegar tilkoma gríðarlegrar framleiðslu ódýrs jarðgass í Bandaríkjunum sem hefur komið mörgum kolaverum á heljarþröm, ekki reglur um samdrátt í losun orkuvera. Ríkisstjórn Trump hefur einnig reynt að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama sem áttu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Í gær lagði Umhverfisstofnun landsins einnig fram tillögu að reglum sem myndu draga úr kröfum um útblástur fólksbíla frá því sem áður hafði verið ákveðið.This has got to be one for the record books. Oil industry joins with solar and wind industry to condemn Trump admin plan to prop up coal industry by forcing electric grid to buy coal power. Oil/wind/solar as allies? Fascinating times. pic.twitter.com/PmTRyw70SK— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) June 1, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Fulltrúar olíu-, vind- og sólarorkufyrirtækja mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að skikka dreifiaðila rafmagns til að kaupa orku frá kola- og kjarnorkuverum sem eru á hverfanda hveli.Washington Post segir að ríkisstjórnin búi sig nú undir að beita neyðarheimildum sem kveðið er á um í lögum frá kaldastríðsárunum til að þvinga fyrirtæki sem reka flutningskerfi rafmagns í Bandaríkjunum til að kaupa kola- og kjarnorku. Markmiðið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir lokun orkuveranna sem hafa orðið undir í samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa á undanförnum árum. Þær kvaðir á dreifiaðila yrði rökstudd með þjóðaröryggissjónarmiðum líkt og verndartollarnir sem Trump-stjórnin lagði á helstu bandalagsþjóðir sínar í vikunni. Ríkisstjórnin fullyrðir að nauðsynlegt sé að alríkisstjórnin grípi inn í til að koma í veg fyrir að kola- og kjarnorkuverin verði tekin úr notkun. Neyðarreglurnar myndu gilda í tvö ár á meðan orkumálaráðuneyti ynni að skýrslu um raforkumarkaðinn. Aðgerðirnar eru sagðar í anda hugmynda sem eigendur kolafyrirtækja sem hafa veitt Trump og pólitískum hópum tengdum honum háar fjárhæðir í framlög undanfarin ár.Kol verst fyrir loftslag jarðarFramleiðendur jarðgass, olíu, sólar- og vindorku, umhverfisverndarhópar og stjórnmálamenn úr röðum bæði repúblikana og demókrata hafa andæft útspili Trump og félaga. Þeir benda á að kola- og kjarnorkufyrirtækin hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni og að mörg kolaorkuverin sem nú standi til að bjarga með ríkisinngrip hafi þegar starfað lengur en upphaflega var reiknað með. Kolaorka er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í orkuframleiðslu. Verði fyrirætlanir ríkisstjórnar Trump að veruleika er viðbúið að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist frá því sem ella hefði orðið. Repúbikanar sökuðu Obama fyrrverandi forseta ítrekað um að heyja „stríð gegn kolum“ með tilraunum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur sagst hafa bundið enda á það meinta stríð. Raunverulega er það hins vegar tilkoma gríðarlegrar framleiðslu ódýrs jarðgass í Bandaríkjunum sem hefur komið mörgum kolaverum á heljarþröm, ekki reglur um samdrátt í losun orkuvera. Ríkisstjórn Trump hefur einnig reynt að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama sem áttu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Í gær lagði Umhverfisstofnun landsins einnig fram tillögu að reglum sem myndu draga úr kröfum um útblástur fólksbíla frá því sem áður hafði verið ákveðið.This has got to be one for the record books. Oil industry joins with solar and wind industry to condemn Trump admin plan to prop up coal industry by forcing electric grid to buy coal power. Oil/wind/solar as allies? Fascinating times. pic.twitter.com/PmTRyw70SK— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) June 1, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46