Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. júní 2018 14:56 Myndin er sviðsett en myndir af raunverulegum Xanax töflum eru neðar í fréttinni Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir Lyf Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir
Lyf Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira