Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2018 19:15 nda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37